Máffuglar

Þernur, máfar og kjóar eru af sama ættbálki og vaðfuglar og svartfuglar og teljast strandfuglar. Máffuglar eru dýraætur sem borða aðallega sjávarfang en einnig skordýr, úrgang, fuglsunga, egg og fleira. Máfar, kjóar og þernur verpa í byggðum. Flestir máfar og kjóar eru með sterklegan gogg sem er krókboginn í endann og sundfit milli tánna. Kynin líta eins út en karlinn er oftast dálítið stærri.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *